Viðburðir
14.05.2024 kl. 11:30 - 13:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, verður haldinn þriðjudaginn 14. maí kl. 11.30-13.00 í Húsi atvinnulífsins á 1. hæð að Borgartúni 35.

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 11.30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð á meðan á fundi stendur.

Dagskrá 

 1. Fundur settur. Val fundarstjóra og ritara 

 2. Erindi um innleiðingu gervigreindar í störf verkfræðinga á komandi árum - Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu, og Runólfur Þór Ástþórsson, framkvæmdastjóri VSÓ.

Hefðbundin fundarstörf hefjast 

3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

4. Reikningsskil ásamt áætlun um tekjur og gjöld næsta starfsárs 

5. Lagabreytingar

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga félagsins 

7. Kosning nefnda

8. Önnur mál

Bókunartímabil er frá 7 maí 2024 til 14 maí 2024