Viðburðir
21.05.2024 kl. 11:30 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 11.30 í Húsi atvinnulífsins í fundarsalnum Hyl í Borgartúni 35. Frá kl. 12.00 verður boðið upp á hádegisverð fyrir fundargesti. 

Eins og venja hefur verið verða einnig 1-2 fræðsluerindi á fundinum.

Dagskrá aðalfundar samkvæmt 19. gr. laga MHF:

1. Upplestur fundargerðar síðasta aðalfundar og samþykkt

2. Skýrsla félagsstjórnar

3. Skýrsla nefnda, ef við á

4. Lagðir fram skoðaðir reikningar fyrir liðið starfsár

5. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs

6. Breyting á lögum og skipulagsskrám, er fyrir liggja

7. Ákvörðun um upphæð félagsgjalds

8. Lýsa kjöri stjórnar eða kosning stjórnar ef við á

9. Kosning skoðunarmanna, trúnaðarmannaráðs og uppstillingarnefndar

10. Önnur mál

 

Skrá mig