Fréttasafn



30. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Árangur X Hugvit verkefnis metið

Hugverkaráð SI fundaði síðastliðinn föstudag og var farið yfir árangur af átaksverkefninu X Hugvit. Markmið átaksins var að málefni X Hugvits kæmu fram í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar. Í greiningu sem unnin var á hugverkasviði SI kemur fram að mikið af málefnum X Hugvits komi þar fram, skapandi greinar séu rauður þráður, vísbendingar séu um áhuga á málefnum X Hugvits, mikill áhugi sé á framþróun í menntamálum sér í lagi í tengslum við tækni, listir og aðrar skapandi greinar. Niðurstaðan sé því sú að stefnumál ríkisstjórnarinnar og málefni X Hugvits falli vel að hvort öðru og bjóði upp á mikil tækifæri.

Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir verkefnið. 

Málefni X Hugvits :

  1. Að hvetja til nýsköpunar í öllum greinum 
  2. Að börnin okkar fái forskot af því að þau ólust upp í íslensku menntakerfi 
  3. Að búa í útflutningsdrifnu samfélagi og skapa sín eigin verðmæti 
  4. Að hafa greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu erlendra aðila 
  5. Betra heilbrigðiskerfi með íslenskum tæknilausnum 
  6. Samfélag þar sem skapandi greinar blómstra 
  7. Vel tengt Ísland 
  8. Fyrirmyndar viðskiptaumhverfi