Fréttasafn



29. mar. 2023 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki

Félag vinnuvélaeigenda á Skrúfudegi Tækniskólans

Félag vinnuvélaeigenda, FVE, tók þátt í Skrúfudegi Tækniskólans sem fór fram síðastliðinn laugardag en Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur á námi í Véltækni- og skipstjórnarskóla Tækniskólans en nýlegt nám í jarðvirkjun tilheyrir Véltækniskólanum. Nám í jarðvirkjun hófst af krafti sl. haust og kom Félag vinnuvéleiganda ríkulega að upphafi þess og aðdraganda.

Til kynningar á námi í jarðvirkjun ákvað stjórn FVE í samráði við stjórnendur Véltækniskólans að koma fyrir vinnuvélum við inngang skólans þar sem gestum var leyft að stíga um borð í vélarnar og skoða. Mikill áhugi var á vinnuvélunum enda ekki á hverjum degi sem unnt er að máta sig í slíku umhverfi. Þá hafði Véltækniskólinn einnig komið fyrir tveimur fullkomnum vinnuvélahermum sem notaðir eru við kennslu í náminu sem vakti mikinn áhuga gesta dagsins. 

20230325_105206Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gísli Elí Guðnason, varaformaður FVE, Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður FVE, Víglundur Laxdal, skólastjóri Véltækniskólans, og Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.

337272875_769761151339816_4503146557834777204_n

20230325_142419

20230325_114326

20230325_144846