Fjölmennur fundur um nýja persónuverndarlöggjöf
Um 170 manns mættu á fund sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á Hilton Reykjavík Nordica í morgun þar sem sérfræðingar á sviði persónuverndar kynntu helstu breytingar sem fylgja nýrri reglugerð Evrópusambandsins nr. 2016/679 um vernd einstaklinga við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga.
Á fundinum kom fram að þessi nýja löggjöf mun hafa víðtæk áhrif hér á landi og snerta öll fyrirtæki sem vinna á einhvern hátt með persónuupplýsingar, hvort sem upplýsingarnar varða starfsmenn, viðskiptavini, notendur eða aðra. Fundarstjóri var Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf.
Fundinum var streymt beint á Facebook.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur frummælenda:
- Vigdís Eva Líndal, verkefnisstjóri EES-mála hjá Persónuvernd - Persónuvernd - lykilatriði í rekstri
- Hafliði K. Lárusson, lögmaður og sérfræðingur í persónuverndarrétti hjá Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu - Persónuvernd - helstu atriði við aðlögun fyrirtækja að nýjum reglum