Fréttasafn



12. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði

IÐAN fræðslusetur og Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins ætla að standa fyrir fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði á næstu mánuðum. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 24. október nk. kl. 8.30 – 10.00 í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Hvers vegna gæðastjórnunarkerfi – hver er ávinningurinn? er yfirskrift þessa fyrsta fundar. Fundarstjóri er Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8.15.

Dagskrá

  • Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun
  • Guðrún Ólafsdóttir, gæðastjóri VHE
  • Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols
  • Fyrirspurnir og umræður

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig hér.