Fréttasafn



6. okt. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverk og hagkerfi til umræðu á Tækni- og hugverkaþingi SI

Hugverk, hagkerfið og heimurinn er yfirskrift Tækni- og hugverkaþings SI sem haldið verður næstkomandi föstudag 13. október kl. 13-16 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

Fjórða iðnbyltingin er skollin á og framundan eru tæknibreytingar sem munu hafa mikil áhrifá íslenskt atvinnulíf. Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að viðnáum að grípa þau. Breytingarnar kalla á nýjar áherslur í rannsóknum og þróun þannig að hægtverði að skapa ný viðskiptatækifæri. Til þess þurfum við að virkja hugverk í ótal myndum.Ísland verður að standast alþjóðlega samkeppni og vera virkur þátttakandi í umbreytingunum. Á þinginu verður farið yfir helstu málefni sem fylgja nýjum veruleika og efnt verður til pallborðsumræðna fulltrúa stjórnmálaflokkanna og atvinnulífsins.

Dagskrá

  • Nýsköpunarlandið Ísland? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Starfsumhverfið - erum við á réttum stað? Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnandi hjá Marel og formaður Hugverkaráðs SI
  • Fjórða iðnbyltingin Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við HR
  • David Bowie, færnibilið og menntun Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur, frumkvöðull og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs
  • Samvinna í gegnum sýndarveruleika Þröstur Þór Bragason, miðlunarfræðingur hjá Eflu
  • Á misjöfnu þrífast... Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri gagna hjá Qlik
  • Gervigreind: tækifæri og ógnanir Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR
  • Samkeppnishæfni Íslands og viðskiptakostnaður Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone
  • Ísland í hraðal Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crawberry Capital
  • Samantekt Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Pallborðsumræður Orri Hauksson, forstjóri Símans, stýrir pallborðsumræðum þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna og fulltrúar atvinnulífsins eiga samtal.

Auglysing_loka