Líflegar umræður um málefni SI
Líflegar umræður sköpuðust á fundi Samtaka iðnaðarins í Hörpu í morgun þar sem fulltrúar sjö stjórnmálaflokka tóku þátt í að ræða um þau málefni sem samtökin eru að leggja fram í aðdraganda kosninganna.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp í upphafi fundar. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, kynnti þau sex málefni sem sett eru á oddinn og skipta atvinnulífið miklu máli. Þessar málefnaáherslur hafa orðið til í stefnumótun og hagsmunabaráttu 1.400 aðildarfyrirtækja SI.
Kynningarglærur Almars.
Í pallborðsumræðum tóku þátt: Össur Skarphéðinsson -Samfylking, Smári McCarthy - Píratar, Þórunn Pétursdóttur - Björt framtíð, Teitur Björn Einarsson - Sjálfstæðisflokkurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir - Viðreisn Katrín Jakobsdóttir - Vinstri grænir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir - Framsókn.
Málefnin sem voru til umræðu:
1. Efnahagslegur stöðugleiki – nauðsynlegur sjálfbærum vexti
2. Húsnæði – grunnþörf yngri og eldri kynslóða
3. Menntun – forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni
4. Samgöngur og innviðir – lífæð heilbrigðs samfélags
5. Orka og umhverfi – fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið
6. Nýsköpun – drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna
Nánar um málefnin.
Á fundinum kynnti Almar einnig niðurstöður úr könnun sem Maskína gerði fyrir SI til að máta málefnaáherslur samtakanna við áherslur kjósenda. Þar kemur meðal annars fram að 88% svarenda á aldrinum 18-75 ára finnst það skipta miklu máli að stjórnmálaflokkar leggi áherslu á húsnæðismál og 87% finnst stöðugleiki í efnahagslífinu skipta miklu máli.
Könnun Maskínu.