Fréttasafn



3. maí 2024 Almennar fréttir Menntun Nýsköpun

Netaprent sigraði með notuð fiskinet sem þrívíddarprentefni

Fyrirtækið Netaprent frá Verslunarskóla Íslands hefur verið valið fyrirtæki ársins 2024 í keppni fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland og mun fyrirtækið keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni sem fer fram í Cataniu á Sikiley dagana 2.-4. júlí. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og er eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2024“. Í 2. sæti keppninnar var LXR frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Í 3. sæti var Gadus frá Menntaskólanum í Sund. Viðurkenningarnar voru afhentar í Arion banka í vikunni. 

Í tilkynningu segir að fyrirtækið Netaprent framleiði þrívíddarprentefni sem sé unnið úr notuðum fiskinetum. Fyrirtækið er í eigu fjögurra nemenda við Verslunarskóla Íslands, Andra Clausen, Eriks Gerritsen, Markúsar Heiðars Ingasonar og Róberts Luu. 30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum voru valin úr hópi 130 fyrirtækja sem 600 nemendur stofnuðu á önninni til að taka þátt í úrslitum. 

Aðrar viðurkenningar sem voru veittar: 

  • Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Routina, Verslunarskóli Íslands

  • Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Frími, Verslunarskóli Íslands

  • Áhugaverðasta nýsköpunin – Netaprent, Verslunarskóli Íslands

  • Samfélagsleg nýsköpun – Frími, Verslunarskóli Íslands

  • Besti sjó-bissnessinn – Hemo growth, Verslunarskóli Íslands

  • Matvælafyrirtæki ársins – SKALK, Menntaskólinn við Sund

  • Besta hönnunin – Útilausnir, Verlsunarskóli Íslands

  • Áhugaverðasta tækninýjungin – SpyPark, Tækniskólinn

  • Umhverfisvænasta lausnin – Eilífð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Í tilkynningunni segir jafnframt að Junior Achievement (JA) séu 104 ára alþjóðleg félagasamtök sem starfi á heimsvísu en verkefni á vegum samtakanna snerta meira en tólf milljónir nemenda á ári hverju í 123 löndum, þar af yfir sex milljónir nemenda í 40 Evrópulöndum. Samtökin leitist við að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntunar í skólum. JA á Íslandi er þátttakandi í JA á heimsvísu.

Í stjórn Ungra frumkvöðla - JA Iceland sitja Halla Sigrún Mathiesen fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, stjórnarformaður, Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður mennta og barnamálaráðherra, Ari Kristinn Jónsson hjá AwareGo, Benedikt Gíslason, forstjóri Arion banka, Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, Páll Ásgeir Guðmundsson hjá Samtökum atvinnulífsins, Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans, Guðfinna Helgadóttir hjá Arion banka og Jóna Bjarnadóttir hjá Landsvirkjun. Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla – JA Iceland heldur utan um verkefnið hér á landi.

Fulltrúi SI, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sat í dómnefnd ásamt Höllu Sigrúnu Mathiesen, Guðfinnu Helgadóttur, Aroni Kjartanssyni og Ara Kristinni Jónssyni.

Myndir/Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla – JA Iceland Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Erik Gerritsen, Róbert Luu, Markús Heiðar Ingason og Andri Clausen eigendur Netaprents, Elísabet Halldórsdóttir kennari í Verslunarskóla Íslands, Laila S. Pétursdóttir Nýsköpunarsjóði og Halla Sigrún Mathiesen formaður stjórnar Ungra frumkvöðla. 

3_1714746350650LXR frá Verkmennaskólanum á Akureyri sem hlaut 2. sætið framleiðir húðvörur úr laxerolíu og astaxanthin. Vörurnar eru náttúrulega unnar og komnar í sölu í apótekum á Norðurlandi.

4_1714746377553Gadus frá Menntaskólanum við Sund sem hlaut 3. sæti framleiðir hágæða íslenskt fæðubótarefni unnið úr þurrkuðum þorskhausum, sólblómafræjum og túrmerik.

DomnefndHluti af dómnefndinni, talið frá vinstri, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, Halla Sigrún Mathiesen, Guðfinna Helgadóttir og Aron Ás Kjartansson.