Fréttasafn



  • merki_lv

10. feb. 2010

Góðar fréttir - útboð vegna Búðarhálsvirkjunar

Landsvirkjun hefur tilkynnt að búið sé að ákveða að óska eftir tilboðum í nokkra verkhluta vegna upphafsframkvæmda við Búðarhálsvirkjun: vinnu við gröft jarðganga, skurða og vatnsþróar og tilheyrandi styrkingu með sprautusteypu.

„Þetta eru mikilvægar fréttir” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI. „Vonandi er þetta til marks um að nú takist að rjúfa þá kyrrstöðu sem verið hefur í framkvæmdum á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Þessar fréttir eru ekki síður gleðilegar vegna þess að þær munu auka mönnum bjartsýni og kjark. Það hefur því miður ekki verið mikið um slíkar fréttir undanfarið.”

Útboðið verður auglýst formlega á morgun, fimmtudag, og tilboð verða opnuð 11. mars 2010.

Gert er ráð fyrir að unnið verði að undirbúningsverkunum á sumri komanda og í haust og að þeim verði lokið að fullu fyrir 1. desember 2010. Kostnaður við þau er áætlaður á bilinu 600-800 milljónir króna, að meðtalinni hönnun, verkumsjón og eftirliti.

  • Takist samningar um orkusölu og fjármögnum Búðarhálsvirkjunar verða helstu áfangar framkvæmdarinnar boðnir út síðar á árinu 2010.

Sjá nánar á vefsetri Landsvirkjunar