Fréttasafn



  • Íslenska ánægjuvogin 2010

23. feb. 2010

Fjarðarkaup með hæstu einkunn frá upphafi í Íslensku ánægjuvoginni

Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskipta­vina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 5 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Spari­sjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.


Bankar og sparisjóðir

Ánægjuvog

Farsímafyrirtæki

Ánægjuvog

Sparisjóðurinn

78,6

Nova

79,4

BYR sparisjóður

69,9

Vodafone

66,0 

Íslandsbanki

54,5

 

Tal

65,6 

Landsbankinn

50,1

 

Síminn

63,0 

Arion banki

49,6

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggingafélög

 

 

Smásöluverslun

 

Vörður

68,4

 

Fjarðarkaup

91,3 

TM

68,0

 

ÁTVR

73,1 

VÍS

63,7

 

Nettó

69,2 

Sjóvá

59,2

 

Krónan

65,7 

 

 

 

BYKO

64,6 

Raforkusölur

 

 

Hagkaup

62,8 

HS orka

69,8

 

Bónus

60,5 

Fallorka

68,8

 

Húsasmiðjan

57,7 

Orkuveita Reykjavíkur

67,0

 

 

 

Orkusalan

56,3

 

 

 


Samtök iðnaðarins standa að Íslensku ánægjuvoginni ásamt Stjórnvísi og Capacent Gallup og taka þátt í Evrópsku ánægjuvoginni. Markmiðið er að veita fyrirtækjum upplýsingar um samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina og öðrum þáttum eins og ímynd, gæðum og tryggð viðskiptavinanna.

Sjá nánari kynningu á niðurstöðum.