Fréttasafn



19. maí 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Nú er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði, vegna reikninga frá og með 1. mars sl. Þetta á einnig við um reikninga vegna heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, s.s. garðvinnu, ræstingar sameignar og annarra þrifa. Þetta kemur fram á vef Skattsins þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um endurgreiðslurnar sem eru tímabundnar út árið.