Fréttasafn



14. apr. 2016

Óskað er eftir tilnefningum til Vaxtarsprotans 2016

Frestur til að skila tilnefningum til forvals er til miðvikudags 25. apríl.
Hægt er að tilnefna fyrirtæki með tölvupósti á david@si.is.
Þau fyrirtæki sem komast í gegnum forvalið þurfa síðan að skila staðfestingu endurskoðanda um þau atriði sem fram koma í viðmiðum dómnefndar fyrir hádegi 2. maí.

Vaxtarsprotinn

Er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Skipulag og dómnefnd 

Aðstandendur verkefnisins skipa þriggja manna dómnefnd sem sér um skipulag, kynningu og val á þeim fyrirtækjum sem hljóta viðurkenningu og nafnbótina Vaxtarsproti ársins.

Tilnefningar

Í forvali þarf að senda inn eftirfarandi lykiltölur úr rekstri:

- Veltutölur síðustu tveggja ára
- Heildartölur fyrir rannsókna- og þróunarkostnað síðustu tveggja ára 

Ef fyrirtækið kemur til greina sem Vaxtarsproti ársins eftir forval þarf að senda inn staðfestingu löggilts endurskoðanda á að innsendar lykiltölur séu réttar og að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði í viðmiðum sem dómnefnd leggur til grundvallar vali á Vaxtarsprota ársins.

Viðmið dómnefndar

  • Meginviðmið er vöxtur í söluveltu sem er mældur með eftirfarandi hætti: (V1-V2)/V2, þar sem V1 er söluvelta síðasta árs og V2 er söluvelta ársins á undan.

  • þá þarf fyrirtækið að uppfylla skilgreiningu sprotafyrirtækja - þ.e. að verja meira en 10% af veltu í rannsókna- og þróunarkostnað að meðaltali fyrir bæði árin sem tekin eru til viðmiðunar og söluvelta fyrra árs (V2) sé yfir 10 milljónum og undir einum milljarði ísl. kr.

  • Þá þarf frumkvöðull að vera til staðar í fyrirtækinu og fyrirtækið má ekki vera í meirihlutaeigu stórfyrirtækis (þ.e. fyrirtækis á meðal 100 stærstu á Íslandi), fyrirtækis á aðallista Kauphallar eða vera sjálft á aðallista Kauphallar. 

Viðurkenningar

Það fyrirtæki sem sýnir mestan hlutfallslegan vöxt hlýtur nafnbótina Vaxtarsproti ársins. Fyrirtækið fær til varðveislu farandgrip með áletrun. Þá fær fyrirtækið einnig sérstakan verðlaunaskjöld til eignar. Einnig eru veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra tveggja sprotafyrirtækja sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt, annars vegar í flokki fyrirtækja sem velta á bilinu 10-100 millj. kr. og hins vegar sem velta á bilinu 100-1000 millj.kr. 

Samtök iðnaðarins veita einnig sérstaka viðurkenningu til sprotafyrirtækja sem náð hafa þeim árangri á síðasta ári í fyrsta sinn að velta meira en einum milljarði kr.
Þau sprotafyrirtæki sem hafa náð þessu marki á árinu 2015 eru hvött til að láta okkur vita. 

Fyrirtækið Meniga hlaut þessa viðurkenningu á síðasta ári og var því brautskráð sem sprotafyrirtæki inn í úrvaldsdeild íslenskra hátæknifyrirtækja. Áður hafa Nox Medical, CCP, Betware, Nimblegen og NaustMarine hlotið þessa viðurkenningu.

Kvikna ehf. hlaut Vaxtarsprotann 2015.
Nánar um afhendinu Vaxtasprotans 2015 má finna hér.

Vaxtarsprotinn var fyrst afhentur í mars 2007
Eftirfarandi fyrirtæki hafa hlotið viðurkenningu 

  • Vaxtarsprotann 2007 hlaut Marorka
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Gagarín, Stiki og Stjörnu-Oddi
  • Vaxtarsprotann 2008 hlaut Mentor
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Betware, Valka og Kine
  • Vaxtarsprotann 2009 hlaut Mentor
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Naust Marine, Gogogic og Saga Medica 
  • Vaxtarsprotann hlaut 2010 Nox Medical
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Valka, Hafmynd og Menn og Mýs
  • Vaxtarsprotann 2011 hlaut Handpoint
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu:Marorka, Trackwell og Gogogic 
  • Vaxtarsprotann 2012 hlaut Valka
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Kvikna, ORF Líftækni og Thorice 
  • Vaxtarsprotann 2013 hlaut Meniga
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Controlant, Nox Medical og Iceconsult
  • Vaxtarsprotann 2014 hlaut DataMarket
    Viðurkenningu fyrir góðan vöxt hlutu: Valka, Nox Medical og Skema