Rafverktakar héldu upp á 90 ára afmæli FLR í Perlunni
Félag löggiltra rafverktaka, FLR, sem er aðildarfélag SI, hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir skömmu en FLR var stofnað í mars 1927. Afmælishátíðin sem var haldin í Perlunni fór vel fram. Tekið var á móti gestum á 5. hæð í Perlunni og síðan farið í 20 manna hópum undir leiðsögn á sýninguna Jöklar og íshellar sem er á tveimur hæðum í einum af 6 geymum Perlunnar. Þar birtast jöklarnir, saga þeirra og framtíð og gestir fengu tækifæri til að ganga í gegnum 100 metra langan íshelli eða jökulgöng. Að jökulgöngunni lokinni var standandi veisla með fjölda rétta úr hráefni frá íslenskum framleiðendum.
Hægt er að skoða fleiri myndir í myndaalbúmi á Facebook.