Fréttasafn



25. okt. 2018 Almennar fréttir Menntun

Styrkir til náms- eða starfsþjálfunar

Frestur til að sækja um í Vinnustaðanámssjóð er til 13. nóvember næstkomandi. Rétt til að sækja um styrk eiga fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila sem ber ábyrgð á námi nemanda á vinnustað. Tilgangur þessa er að stuðla að eflingu vinnustaðanáms og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar.

Aðeins eru veittir styrkir til náms- eða starfsþjálfunar í greinum á grundvelli aðalnámsskrár framhaldskóla. Um er að ræða löggiltar iðngreinar og heilbrigðis-, félags- og umönnunargreinar.

Á vef Rannís má finna nánari upplýsingar og sækja um styrk.