Fréttasafn



1. feb. 2016 Menntun

Upptökur frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

 Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er  vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf  atvinnulífið ásamt verkalýðshreyfingunni að bregðast við og nýta vel starfsmenntakerfi atvinnulífsins til að auka hæfni og menntun starfsfólks sem þegar er á vinnumarkaði. 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, afhenti  Menntaverðlaun  atvinnulífsins 2016. Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins en Securitas menntasproti ársins 2016.   

Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá upptökur hér