Fréttasafn



26. feb. 2016 Mannvirki

Veruleg aukning framkvæmda

 Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið fyrir fullu húsi á Grand Hótel Reykjavík í dag. Helstu framkvæmdaaðilar hins opinbera kynntu áformaðar framkvæmdir fyrir tæpa 100 milljarða króna sem er veruleg aukning frá því í fyrra.

Viðamestu framkvæmdirnar eru hjá Landsvirkjun fyrir um 20 milljarðar króna, þar á eftir koma ISAVIA, Landsnet og Framkvæmdasýsla ríkisins með framkvæmdir upp á 11 og 12 milljarða.

Reykjavíkurborg
Landsvirkjun
OR Veitur
Orka náttúrunnar
Landsnet
Framkvæmdasýsla ríkisins
Faxaflóahafnir
Kópavogsbær
ISAVIA
Vegagerðin