Fréttasafn



7. jan. 2016 Gæðastjórnun

Víkurraf hlýtur D-vottun

Víkurraf ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Víkurraf ehf byggir á traustum og tryggum grunni tveggja rótgróinna rafmagnsfyrirtækja sem starfað hafa á Húsavík í um 45 ár, þetta eru fyrirtækin Öryggi og Víkurraf . Innan veggja þessara beggja fyrirtækja er gríðarleg reynsla starfsmanna sem sameinast í eitt gott og traust fyrirtæki. Markmið Víkurrafs er að þjónusta viðskiptavini sína eftir bestu getu hvort heldur sem er við ráðgjöf, hönnun, teikningar, nýlagnir eða viðhald á raflögnum og rafkerfum til sjós og lands.

Eigendur fyrirtækisins í­ dag eru þeir Áki Hauksson, Kristinn Vilhjálmsson, Lúðví­k Kristinsson & Ragnar Emilsson. Hjá Víkurraf starfa í dag um 18 manns.