2. Fellur mín framleiðsla undir Byggingavörutilskipunina?

Hvað er tilskipun?
Tilv.: Framkvæmdastjórn ESB: „Tilskipun er leiðbeining sem er unnin á forsendum nýaðferðafræði og hnattvæðingar,” Bruxelles, september 1999, s. 2):

„ESB hefur þróað skipulag og nýjar aðferðir til að eyða þáttum sem hindra frjálst vöruflæði. Meðal annars tekur „nýaðferðafræðin” til framleiðslukrafna og „hnattvæðingin” til mats á samræmingu (sjá meira í CE gátlista, Skref 7: Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi? ).

Frá 1987 hafa um 20 mismunandi tilskipanir verið gefnar út í samræmi við „nýaðferðafræðina.“ Ein þeirra er „Byggingavörutilskipunin.” Önnur dæmi eru lágspennutilskipunin, vélatilskipunin, tilskipun um öryggiskröfur, leikföng og VOC tilskipunin.

Tilskipun er ekki uppskrift að því hvað sérhvert fyrirtæki á að gera. Tilskipun er tilkynning frá Framkvæmdastjórn ESB eða ráðinu til aðildarlandanna um að innihald tilskipunarinnar skuli gert að landslögum. Markmiðið er að skapa einsleit lög í aðildarlöndunum til að auðvelda frjálst flæði á framleiðslu innan ESB.

Byggingavörutilskipunin Sú tilskipun, sem fjallar um tilteknar byggingavörur er: „Tilskipun Evrópuráðsins frá 21. desember 1988 um innbyrðis samræmingu á lögum og reglugerðum um byggingavörur (89/106/EES).” Hér eftir nefnd „Byggingavörutilskipunin.“

Forsendan fyrir tilurð Byggingavörutilskipunarinnar
Fyrsta breytingin á sáttmálanum – hinum upprunalega Rómarsáttmála frá árinu 1957 var gerð árið 1986. Lykke Fris („Hið evrópska byggingasvæði. Frá sameiginlegri mynt til evrópskrar stjórnarskrár,“ s.41ff, Centrum 2002) skrifar þar að lútandi: „...forsætisráðherrar gerðu samkomulag um hinn svonefnda EF-pakka. Aðalhvatinn að breytingunni á sáttmálanum var metnaðurinn til að skapa stóran (vestur-) evrópskan markað. Aðeins með því að brjóta niður viðskiptahindranir, sem þá voru við lýði, var unnt að koma í veg fyrir að Vestur-Evrópuríki yrðu enn frekar undir í samkeppninni við Bandaríkin og Japan....“ Í sáttmálanum var gert ráð fyrir að markmiðið næðist ekki síðar en árið 1992.

Ríkin sem Byggingarvörutilskipunin varðar

Tilskipunin varðar öll þau ríki, sem eiga aðild að Evrópusambandinu alls 25 frá 1. maí 2004 ásamt þeim ríkjum sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu, (EES) þ.e. Ísland, Noregur og Licthenstein.

Undirstöðuatriði varðandi tilskipanir byggðar á nýaðferðafræðinni
Tilskipunin byggist á eftirtölum undirstöðuatriðum:

  • Tilskipanirnar afmarkast við að samræma helstu notkunareiginleika vörunnar sem eru nefndar „ grunnkröfur" (sjá CE gátlista, Skref 5: Hvaða grunnkröfur hafa áhrif á mína framleiðslu?). Frekari tæknilegar sérkröfur koma fram í viðeigandi framleiðslustaðli.
  • Eingöngu má markaðssetja og nota vörur sem hægt er að sýna fram á með skjalfestum hætti að uppfylli kröfurnar. Það er áríðandi að gera sér grein fyrir að þó að vara sé CE-merkt er ekki þar með sagt að hana megi nota í tilteknu landi. CE-merkið er nokkurs konar mælikvarði til að staðfesta mikilvæga eiginleika vörunnar (til dæmis k-gildi fyrir glugga og hurðir). Hvort nota má framleiðsluna í Svíþjóð ræðst af því hvort yfirlýst gildi um eiginleika vörunnar uppfyllir kröfur í sænskri byggingarreglugerð.
  • Að viðurkenndir opinberir, samhæfðir framleiðslustaðlar uppfylli grunnkröfur tilskipunar.
  • Til eru mismunandi aðferðir til að leggja mat á samræmi allt eftir vörutegundum. Upplýsingar um það er að finna í viðkomandi tilskipun.

Það getur valdið ruglingi að í öðrum tilskipunum en Byggingavörutilskipuninni geta framleiðendur ráðið hvort þeir fara eftir samræmda staðlinum eða fara aðrar leiðir til að skjalfesta að þeir uppfylli kröfurnar. Þetta er ekki leyft hvað varðar Byggingavörutilskipunina.

Hver er munurinn á tilskipun og staðli?
Í aðildarlandinu hefur tilskipun sama gildi og landslög. Það gildir einnig um viðauka sem fylgja með tilskipun.

Skv. flestum tilskipunum ræður framleiðandinn hvort hann notar tæknilegan staðal eða ekki. Það þýðir að hann getur ákveðið hvort hann notar aðra aðferð til að skjalfesta hvort framleiðslan uppfyllir kröfurnar. Undantekning frá þessu er staðlar fyrir byggingavörur sem skal nota til að skjalfesta að kröfum löggjafans sé framfylgt varðandi heilbrigði og öryggi.

Hefðbundin uppbygging tilskipunar
Í flestum tilvikum er tilskipunum skipt í eftirtalda kafla.

  • Uppruni
    Byrjað er á að kynna uppruna og sögu tilskipunarinnar
  • Skýring á notkunarsviði og hvaða framleiðsla heyrir undir tilskipunina
  • Farið yfir svokallaðar „áríðandi öryggiskröfur,” sem varða tilteknar vörur
  • Upplýsingar um hvernig aðildarríkinn eiga að tryggja að farið verði eftir tilskipuninni
  • Vottunaraðferðir
  • Upplýsingar um CE- merkingu framleiðslunnar
  • E.t.v. lokaniðurstöður

Yfirferð yfir Byggingavörutilskipunina
Hér á eftir er kynnt innihald og uppbygging Byggingavörutilskipunarinnar þar sem fjallað er um það efni hennar sem hefur mest áhrif og þýðingu fyrir byggingavöruframleiðandann.
„Tilskipun Evrópuráðsins 89/106/ESS frá 21. desember 1988 um innbyrðis samræmingu á lögum og reglugerðum stjórnvalda aðildarlandanna varðandi byggingarvörur.”


Innihald Byggingavörutilskipunarinnar:

  • Tíu kaflar, sem hver og einn inniheldur nokkrar greinar
  • Fjögur fylgiskjöl

Kafli I

Kafli II

Kafil III

  • Grein 8 fjallar um hvernig hægt er að nota svokallaðar Evrópskar tæknisamþykktir í stað samræmdra staðla.

Kafli IV

Kafli V

Fylgiskjal I
Fjallar um hinar 6 grunnkröfur

Fylgiskjal II
Fjallar um Evrópsk tæknisamþykki

Fylgiskjal III
Dregur saman mismunandi tegundir og þrep vegna staðfestingar á samræmi

Fylgiskjal IV
Fjallar um kröfur um vottanir á prófunarstofum og viðurkenningaraðilum.

Hvernig get ég fundið hvort mín framleiðsla fellur undir Byggingavörutilskipunina?
„Tilskipunin á við allar byggingavörur sem framleiddar eru og notaðar að staðaldri í byggingar og aðra mannvirkjagerð. Uppfylla þarf tvö skilyrð til að hægt sé að gefa út umboð (mandat):

  1. Framleiðslan þarf að tilheyra minnst einni grunnkröfu í tilskipuninni
  2. Mannvirkið, sem nota á vöruna í, þarf að falla undir byggingarreglugerð í minnst einu aðildarríki”

Fyrir framleiðendur og heildsala er fyrsta skrefið að átta sig hvenær og hvernig réttri CE-merkingu á byggingavörum er háttað og staðsetja eigin vörur með tilliti til tilskipunarinnar í samræmi við tilkynningar og boðanir yfirvalda.


Skjalastjórnun
Skjal nr: 12258                    Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004


 
Copyright © 2006 ce-byg