1. Hvað er CE-merking og hver er tilgangurinn með henni?

Fyrir hvað stendur CE-merkið, hvernig má nota það, hvaða vörur á að merkja og þá af hverjum?

Inngangur
Eftir margra ára vinnu í nefndum, ráðum og tækninefndum er nú komið að því að innleiða CE-merkingar á byggingavörur. Evrópska staðlaráðið (CEN) hefur nú þegar samið yfir 150 samræmda byggingarstaðla auk þeirra rúmlega fimmtíu staðla sem bíða endanlegrar samþykktar. Þetta þýðir að í nánustu framtíð verða æ fleiri byggingavörur á markaðnum CE-merktar eins og raunin hefur orðið, t.d með leikföng og rafmagnsvörur í mörg ár.

Byggingavörutilskipunin – varðar innbyrðis samræmi á lögum og reglugerðum um byggingavörur til að tryggja að hægt sé að flytja og nota byggingavörur án hindrana innan allra ESB-landa.

CE-merkið gefur til kynna að byggingarvaran uppfylli lágmarkskröfur sem felur í sér að þær mega flæða frjálst innan Evrópska efnahagssvæðisins, það er ESB og EFTA landanna, án þess að innflutningslandið krefjist nýrra prófana og viðurkenninga.

Þó að varan sé CE-merkt geta kröfur í byggingarreglugerð viðkomandi lands takmarkað notkun hennar við tilteknar aðstæður. Þær kröfur er að finna í þjóðarkröfum viðkomandi lands í samræmda staðalinum eða í evrópska tæknisamþykkinu ETA fyrir viðkomandi framleiðslu.


Fyrir hvað stendur CE-merkið
CE-merkið er ekki skammstöfun. Það er merki eða tákn sem segir notandanum að varan uppfylli tilteknar kröfur og þar með talið byggingarreglugerð.

CE-merkið er ekki ávísun á gæði! Ef frá eru taldar grunnkröfur um öryggi og heilbrigði er ekkert gæðalágmark þegar um CE- merktra framleiðslu er að ræða.

Þetta má bera saman við dæmi úr bílaiðnaði: Þar eru gerðar lágmarkskröfur varðandi öryggi að bíll geti bremsað, hægt sé að stýra honum, hann hafi ljós, öryggisbelti og svo framvegis. Ef slíkum kröfum er fullnægt skiptir enginn sér af því hvort framleiddur er ódýr bíll eða lúxusbíl sem kostar margar milljónir.


Ef CE-merkið segir ekkert til um gæði, hvað þá? CE -merkið má skilja sem „vegabréf” vörunnar sem tryggir henni frjálst flæði yfir landamæri allra ESB og EES landanna án tæknilegra þjóðlegra viðskiptahindrana.

Hugmyndin að CE-merkinu er til komin í tengslum við ákvarðanir um stofnun innri markaðar.


ce-logo
Mynd 1.

Á að CE-merkja allar byggingavörur?
Bæði já og nei. Ef gerður hefur verið samræmdur framleiðslustaðall (hEN) fyrir tiltekna byggingavöru (sjá CE gátlista, Skref 6: Er til samræmdur staðall fyrir mína framleiðslu? ) skal CE-merkja vöruna að loknum tilgreindum aðlögunartíma. Það á einnig við þegar tiltekin byggingavara hefur hlotið evrópskt tæknisamþykki í staðinn fyrir gerð staðals.

Byggingavörur, sem falla ekki undir Byggingavörutilskipunina og á því ekki að CE-merkja, eru oft nefndar „hliðarvörur.”


Hvar má nota CE-merkið?
CE-merkið má aðeins nota á byggingavörur sem fjallað er um í samræmdum stöðlum eða tæknisamþykki (ETA). CE-merkið er eina viðurkennda samræmingarmerkingin sem má nota á innri markaði ESB landanna og ganga framar hugsanlegum landsviðurkenningum og eftirlitsmerkingum.

Samræmdur staðall er viðmiðunarstaðall fyrir framleiðslu, unninn af CEN með umboði frá Framkvæmdastjórn ESB. Í samræmdum stöðlum eru auk þess tilvísanir í aðra staðla t.d. vegna prófunaraðferða. Staðallinn tekur á þeim eiginleikum sem krafist er að séu fyrir hendi samkvæmt viðeigandi umboði (mandat). „Umboðshluti” (mandat) staðalsins er forsenda CE- merkingar. Allar byggingavörur, sem fjallað er um í samræmdum staðli eða ETA, skulu vera CE- merktar áður en þær eru settar á innri markað ESB.

ETA er tæknileg evrópsk viðurkenning sem staðfestir að tiltekin byggingavara standist kröfur tilskipunarinnar. Hægt er að útbúa evrópskt tæknisamþykki á grundvelli umboðs (mandat) sem kemur frá Framkvæmdastjórn ESB eða ef engar leiðbeiningar finnast. ETA skírteini er gefið út á grundvelli grunnskjala með staðfestingu frá EOTA og Framkvæmdastjórn ESB.

Reglurnar um CE-merkingu gilda einnig þó svo að byggingavörurnar séu eingöngu á heimamarkaði.


Hver á að setja CE-merkið á byggingavöruna?
Framleiðandinn, umboðsmaður hans, fulltrúi ESB á svæðinu eða innflytjandinn skal CE-merkja vöruna. Bandarískur framleiðandi byggingavara gerir t.d. samkomulag við evrópskan fulltrúa sinn um að merkja vöruna og þar með ber hann ábyrgð á að framleiðslan standist viðeigandi samræmda staðla og að fyrir liggi rétt skrifleg staðfesting á samræmi. (sjá CE gátlista, Skref 7: Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?)


Hvar á að staðsetja CE-merkið?
Reglan er sú að koma CE-merkinu fyrir á sjálfri vörunni þar sem því verður við komið. Að öðrum kosti skal setja merkið t.d. á umbúðir eða í fylgiskjöl. Reglurnar koma fram í viðeigandi staðli.


Hver ber ábyrgðina?
Sá sem setur vöruna á markað ber ábyrgð á henni. Vanalega er það framleiðandinn en það gæti t.d. einnig verið innflytjandi. Varðandi sumar vörur sem eru íhlutir , t.d. möl, getur þetta atriði oft verið óljóst og mælt er með því að í vafatilvikum hafi framleiðandinn samband við markaðseftirlit. (Mannvirkjastofnun)

Aftur til gátlista


Skjalastjórnun
Skjal nr: 12138                    Síðast samþykkt:  24. mars 2011
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 24. mars 2011

Copyright © 2006 ce-byg